Höfðingleg gjöf til Hrafnseyrar

Bókin Jón Sigurðsson forseti - ævisaga í hnotskurn í túninu á Hrafnseyri
Bókin Jón Sigurðsson forseti - ævisaga í hnotskurn í túninu á Hrafnseyri
1 af 2

Síðastliðið sumar tók staðarhaldari á Hrafnseyri við höfðinglegri bókagjöf frá fjölskyldu Hallgríms Sveinssonar og Guðrúnar Steinþórsdóttur, fyrrverandi staðarhöldurum og bændum á Hrafnseyri. Þetta var engin venjuleg bókagjöf því um var að ræða allt upplag bókarinnar Jón Sigurðsson forseti – ævisaga í hnotskurn sem Hallgrímur tók saman og gaf út undir merkjum Vestfirska forlagsins árið 1994, en bókin markaði jafnframt upphafið að útgáfu forlagsins sem Hallgrímur rak allt til æviloka.

Í bókinni er ævi og störf Jóns Sigurðssonar rakin í hnitmiðuðum og aðgengilegum köflum, auk þess sem ýmsum áhugaverðum aukaupplýsingum er komið fyrir í stuttum spássíutextum. Þá prýða bókina fjöldinn allur af ljósmyndum frá ýmsum tímum. Bókin hentar því ýmsum aldurshópum og verður fyrst um sinn nýtt sem gjöf til skólahópa sem koma á Hrafnseyri til að fræðast um sögu staðarins og Jón Sigurðsson.

Fyrsti skólahópurinn sem þáði bókina af gjöf var hópur nemenda á miðstigi grunnskólanna á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri sem tóku þátt í verkefninu Krakkaveldið á Hrafnseyri en verkefnið var hluti af barnamenningarhátíðinni Púkanum sem fram fór um alla Vestfirði í september síðastliðnum.

Staðarhaldari þakkar fjölskyldu Hallgríms og Guðrúnar kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf og hlakkar til að færa hana áfram til ungra gesta staðarins á komandi árum.

Til baka

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is