Vel heppnað málþing um kaþólska Vestfirði

Margaret Cormack fjallar um dýrlinga í vestfirsku kirkjum.
Margaret Cormack fjallar um dýrlinga í vestfirsku kirkjum.

Málþing, er bar yfirskriftina ,,Kaþólskir Vestfirðir í fortíð og nútíð” var haldið á Hrafnseyri við Arnarfjörð fyrir skemmstu. Er það samdóma álit þeirra sem að þinginu stóðu, að það hafi tekist vel í alla staði. Þinghaldarar voru Vestfirðir á miðöldum, Háskólasetur Vestfjarða, Fjölmenningarsetur, Safn Jóns Sigurðssonar, Héraðsskjalasafnið á Ísafirði og Vestfjarðaprófastsdæmi. Málþingið var eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk úr Menningarsjóði Vestfjarða síðastliðið vor.

Áhugaverð erindi voru flutt á málþinginu, Torfi H. Tulinius talaði um hvernig kaþólsk trú birtist á fyrstu öldum byggðar á Vestfjörðum; Margaret Cormack fjallaði um vestfirskar kirkjur á miðöldum og hvaða dýrlingum þær voru helst helgaðar;Einar Sigurbjörnsson velti fyrir sér hugsanlegri afstöðu Hrafns Sveinbjarnarsonar í átökum veraldlegra höfðingja undir forystu Kolbeins Tumasonar, við Guðmund biskup Arason. Heimildir eru þögular um viðhorf Hrafns og í hvaða fylkingu hann skipaði sér. Gunnvör Karlsdóttir ræddi um óvættina Selkollu og birtingarmynd hinnar kaþólsku hugmyndafræði í sögunni um hana, eins og hún kemur fram í Guðmundar sögu; Helga Kress taldi ólíklegt að skriftamál Ólafar ríku væru í raun höfð eftir henni sjálfri, fremur væri hér um að ræða hugrenningar skrifarans, byggðar m.a. á öðrum ritum. Micaela Kristin-Kali velti upp spurningunni um það hvort margt hafi í raun snúist til betri vegar með tilkomu hins nýja mótmælendasiðar og Anna Wojtynska mannfræðingur fjallaði um það hvernig Pólverjar hér á landi upplifi sig sem þjóð og trúarhóp. Í erindi hennar var sjónum beint að kaþólsku sið á Íslandi í dag en fjölgað hefur í kaþólska söfnuðinum á Íslandi á ný með tilkomu nýrra íbúa. 

Dagskrá þingsins lauk með samkirkjulegri bænagjörð í Hrafnseyrarkirkju, en fyrirkomulag bænagjörðarinnar er með sama sniði bæði hjá kaþólsku kirkjunni og mótmælendakirkjunni.

Til baka

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is