Sumarháskóli í safnfræðslu

Einstakt þriggja daga hagnýtt helgarnámskeið í töfrandi umhverfi á vegum námsbrautar í safnafræðum, Rannsóknaseturs í safnafræðum við Háskóla Íslands og Sumarháskóla Hrafnseyrar. 

Safnfræðsla (museum education) er óaðskiljanlegur þáttur safnastarfs – ef ekki megintilgangur þess. Söfn og umhverfi sem skapandi námsvettvangur gegna mikilvægu hlutverki fyrir alls konar fólk. Vettvangsferðir sem námsleið eru nátengdar safnfræðslu. Söfn og umhverfi geta verið líflegt kennsluform og náð til allra skólastiga. Unnið verður með sjónrænan vettvang náms, kennslumódel og kennsluaðferðir sem henta vel á söfnum og í vettvangsferðum ásamt því að skoða nálganir á safnfræðslu fyrir ólíka hópa og aðstæður.

Tilraunir verða gerðar með upplifun og virkjun allra skynfæra – að horfa, hlusta, lykta, snerta og/eða bragða ef svo ber undir. Á námskeiðinu verður rýnt í hugmyndir um menntunarhlutverk safna og hugmyndir um fagurfræðilega upplifun sem geta komið að góðu gagni í verkfærakistu kennara, safnafólks og leiðsögumanna. Kenningar og nálganir eru skoðaðar sem geta gagnast á hvaða safni eða umhverfi sem er. Námskeiðið er öllum opið sem áhuga hafa á viðfangsefninu en sérstaklega er höfðað til kennara á leik- og grunnskólastigi, sem og safnmanna og aðila í ferðaþjónustu sem nýta sér söfn.

Sjá nánar hér (PDF)

Til baka

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is