Sumarháskóli á Hrafnseyri 27. - 31. júlí

27. - 31. júlí - Þjóð og þjóðernisstefna á hnattvæddum tímum

Þá er Sumarháskóla Hrafnseyrar lokið þetta sumarið. Um var að ræða 5 daga námskeið þar sem nemendur voru kynntir fyrir sögu Íslands og því hvernig við mannfólkið myndum ýmsar gerðir félagslegra hópa, samfélaga og þjóða, og teljum okkur tilheyra þeim á einn eða annann hátt. Einnig var hnattvæðingunni gerð skil og fjallað um það hvernig hún bæði leysir upp þessar hópmyndanir og myndar nýjar. Tólf nemendur tóku þátt í námskeiðinu. Níu þeirra komu frá Kanada, einn frá Spáni annar Þýskalandi og sá þriðji frá Reykjavík. Kennarar voru mannfræðingarnir Richard Jenkins frá Sehffield Háskóla í Englandi og Valdimar J. Halldórsson staðarhaldari á Hrafnseyri.

Til baka

Opnunartími (Opening hours)

1. Júní - 8. september

kl. 11 - 18 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi 

Sími: 845-5518 og 456-8260 

 

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.