„Margar myndir ömmu“

Málþing um íslenskar ömmur í Edinborgarhúsinu laugardaginn 19. september kl. 13:00 – 16:00.

Í ár eru hundrað ár liðin frá því konur fengu kosningarétt til Alþingis og að því tilefni stóð RIKK – Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands – fyrir hádegisfyrirlestraröð sem helguð var íslenskum ömmum (nánari upplýsingar um fyrirlestraröðina er að finna á vefsíðu RIKK: https://rikk.hi.is/margar-myndir-ommu-fyrirlestrarod-rikk-a-vormisseri-2015/). Markmiðið var að segja sögur kvenna sem lifðu þann tíma þegar nútíminn hóf innreið sína á Íslandi í lok 19. aldar og á fyrri hluta 20. aldar, og varpa ljósi á framlag þeirra, stöðu og aðstæður. Fyrirlestrarnir voru gríðarlega vinsælir og því spratt upp sú hugmynd að flytja þá út fyrir höfuðborgina og halda málþing um sama efni á nokkrum stöðum um landið. Eitt slíkt verður haldið í Edinborgarhúsi á Ísafirði 19. september kl. 13:00 – 16:00. Málþingið er haldið í samstarfi við Prófessorsembættis Jóns Sigurðssonar, Safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og RIKK.

Dagskrá: „Tvær afasystur: Katrín Thoroddsen og Hulda Jakobsdóttir“ Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands

„Amma í tungu og Amma í Turninum“ Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Safnahússins á Ísafirði

„Ferðasaga ömmu minnar Maríu Jóhannesdóttur árið 1900“. Farið með kusu frá Suðureyri í Súgandafirði að Ósi í Bolungarvík. Valdimar J. Halldórsson, mannfræðingur og staðarhaldari á Hrafnseyri.

„Ömmurnar mínar“ Þóra Þórðardóttir, fyrrverandi kennari.

Til baka

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is