Í gær, 3. Júlí, byrjuðu fornleifafræðingarnir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir og Guðný Zoega að grafa eftir mannabeinum í miðaldakirkjugarðinum á Hrafnseyri, þ.e. í gamla kirkjugarðinum sem liggur fyrir neðan núverandi kirkjugarð. Meiningin með uppgreftrinum er að aldursgreina beinin svo hægt sé að ákvarða nánar hvenær garðurinn var í notkun. Þegar þetta er skrifað hafa þær stöllur þegar fundið nokkur bein sem send verða til aldursgreingar. Það verður því spennandi að heyra frá hvaða tíma þessi bein eru.
Opnunartími (Opening hours)
1. Júní - 8. september
kl. 11 - 18 alla daga
Á öðrum tímum eftir samkomulagi
Sími: 845-5518 og 456-8260
Upplýsingar
Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.
A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.