Málþing tungumálatöfra á Hrafnseyri, 8. júní

Tungumálatöfrar á Ísafirði er árlegt námskeið fyrir fjöltyngd börn. Málþing verður haldið um námskeiðið og framtíð þess á Hrafnseyri 8. júní nk.

Efniviður málþingsins er máltaka barna, glötun tungumáls og mikilvægi þess að eiga sameiginlegt tungumál. Kynntar verða þær kennsluaðferðir sem beitt er á Tungumálatöfrum og skoðuð tengsl við önnur verkefni sem snúa að íslenskukennslu fyrir fjöltyngd börn og unglinga. Þá verður skoðað mikilvægi námskeiða sem þessa þegar kemur að aðlögun innflytjenda með tilliti til aukins lýðræðis- og menningarlæsis. 

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, opnar málþingið. Síðan taka til máls leiknir og lærðir á sviði fjölmenningar og fjöltyngis. Málþingið er styrkt af prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar og er haldið í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða og Fjölmenningarsetur. 

Málþingið er ætlað áhugafólki um fjöltyngi og fjölmenningu. Það er öllum opið og er hádegisverður í boði Tungumálatöfra. Hér má finna skráningarform fyrir málþingið.

Einnig er hægt að senda tölvupóst á:  tungumalatofrar@gmail.com

DAGSKRÁ MÁLÞINGSINS

11:30 Valdimar J. Halldórsson staðarhaldari býður gesti velkomna og talið verður í samsöng.

Opnunarávarp: Eliza Reid, forsetafrú opnar málþingið.

Móðurmálið og margbreytileikinn: Hugvekja Önnu Hildar Hildibrandsdóttur forgöngukonu Tungumálatöfra. 

Reynslusögur kennara Tungumálatöfra: Jón Gunnar Biering Margeirsson, gítarkennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar og kennari á Tungumálatöfrum.

ÍSAT áherslur Menntamálastofnunar: Hulda Karen Daníelsdóttir sérfræðingur í íslensku sem öðru tungumáli. 

Umræður 

13:00 – 14:00 Hádegisverður og ratleikur 

14:00 – 15:00 

Máltaka barna í umróti þjóðfélags- og tæknibreytinga: Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor við Háskóla Íslands. 

Fræðikona og foreldri: Að ala upp tvö tvítyngd börn: Hugvekja Catherine Chambers, fagstjóra meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. 

Umræður

15:00 – 15:30 Kaffi og kökur í burstabænum 

15:30 – 16:30

Málbreytingar, málvillur og málstaðall: Eiríkur Rögnvaldsson prófessor við Háskóla Íslands. 

Lifandi orð og lærdómur – að tendra þekkingarljós með töfrum tungumálsins: Hugvekja Önnu Sigríðar Sigurðardóttur, kennslustjóra við Lýðháskólann á Flateyri. 

Um samband mitt við íslenska tungumálið: Hugvekja Hanaa Hasan Nfawa ALsaedi, starfskonu Grunnskólans í Súðavík og Hanin Murtadha Kamil Alsaedi, nemanda við Grunnskólann í Súðavík.

Umræður og lokaorð: Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða. 

Fundarstjórn er í höndum verkefnastýru Tungumálatöfra Vaida Bražiūnaitė.

Málþingið er sett upp með tilliti til þeirra sem koma fljúgandi til Ísafjarðar að morgni dags (lending á Ísafirði 9:55) og fljúga aftur til Reykjavíkur að málþingi loknu (brottför frá Ísafirði 19:20). Fyrir þá sem vilja verður sameinast í einkabíla við Edinborgarhúsið á Ísafirði klukkan 10:00.

Til baka

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is