Hátíðardagskrá á Hrafnseyri

Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, verður að venju haldin hátíðardagskrá á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri við Arnarfjörð. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði og hefst á guðsþjónustu kl. 13:00 í kapellunni þar sem séra Hildur Inga Rúnarsdóttir þjónar og kór Þingeyrarkirkju syngur undir stjórn Jónsgunnars Biering Margeirssonar.

Þjóðhátíð verður svo sett kl. 14:15 og í kjölfarið flytur Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, hátíðarræðu. Einnig mun söngkonan og lagahöfundurinn Kristín Sesselja flytja tónlist og myndlistarsýning sumarsins með verkum eftir Kristján Stein Kristjánsson verður opnuð.  Kl. 15:00 hefst svo Háskólahátíð Háskólaseturs Vestfjarða þar sem útskrift vestfirskra háskólanema er fagnað.

Nánari upplýsingar um dagskrá.

 

Hátíðardagskrá á Hrafnseyri 17. júní 2023 

13:00 - 13:45               Hátíðarguðþjónusta: Séra Hildur Inga Rúnarsdóttir prestur á Þingeyri predikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór þingeyrarkirkju syngur undir stjórn Jóngunnars Biering Margeirssonar, sem einnig sér um undirspil.

 

14:15                           Setning þjóðhátíðar.

 

                                    Hátíðarræða: Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík.

 

15:00                           Háskólahátíð í tilefni útskriftar vestfirskra háskólanemenda.

 

 

Tónlist: Kristín Sesselja, söngkona og lagahöfundur flytur tónlist.

Kynnir á hátíðinni er prófessor Guðmundur Hálfdanarson.

Opnun myndlistarsýningar sumarsins í burstabænum með verkum eftir myndlistarmanninn

Kristján Stein Kristjánsson.

 

Kaffiveitingar í boði Hrafnseyrar í burstabænum á meðan hátíðarhöldunum stendur fram til kl. 17:00.

Einnig verður hægt að kaupa súpu og brauð

Rútuferð, Ísafjörður – Hrafnseyri, fólki að kostnaðarlausu.

Rútan fer frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði kl. 11:30.

Rútan fer frá Hrafnseyri kl. 17:00.

Vinsamlegast hafið samband við reception@uw.is eða í síma 450 3040 til að skrá ykkur í rútuna.

Til baka

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is