Safniđ

Opnunartími:

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 18:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi

Sími: 4568260 og 8455518

Í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri þann 17. júní 2011, var opnuð ný sýning...

Nánar »

Sumarháskóli

Sumarháskóli hefur verið starfræktur á hverju sumri á Hrafnseyri frá árinu 2006. Um er að ræða námskeið og ráðstefnur sem oftast hafa tekið mið af sögu staðarins eða viðburðum tengdum staðnum á einn eða annan hátt. Skólinn hefur aldrei tekið þátt í eins mörgum viðburðum eins og síðastliðið sumar, en þrjú námskeið og tvær ráðstefnur voru haldnar á staðnum í tengslum við skólann.

 

Nánar »

Ráđstefnur

Ráðstefnan "Hrafn Sveinbjarnarson - höfðingi, pílagrímur og læknir" fór fram 24. ágúst á Hrafnseyri og var svo endurtekin í Reykjavík 5, október. Um var að ræða hátíðardagskrá til minningar um Hrafn Sveinbjarnarson, sem unnin var í samstarfi við Heilbrigðissvið Háskóla Íslands, Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar, Stofnun Árna Magnússonar og Vestfirði á Miðöldum. 

Nánar »

Veitingar

Kaffiveitingar eru framreiddar í burstabænum (innan til við safnið). Opið er frá 10-18 alla daga mánuðina, júní - september. Á virkum dögum eru  vöfflur með rjóma með kaffinu, en á helgum er hlaðborð. Hægt er að biðja um súpu, en það verður að vera með nokkrum fyrirvara.

Nánar »